Taka Willian fyrir verkið

Willian er orðinn leikmaður Arsenal.
Willian er orðinn leikmaður Arsenal. Ljósmynd/Arsenal

Knatt­spyrnumaður­inn Willi­an hefur loks verið kynntur til leiks hjá Arsenal en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá nágrönnunum í Chelsea. Arsenal staðfestir þetta á heimsíðu sinni og kemur fram að sóknarmaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning.

Bras­il­íumaður­inn, 32 ára, varð samn­ings­laus um mánaðar­mót­in en hann ákvað að gera ekki nýj­an samn­ing við Chel­sea þar sem fé­lagið vildi aðeins bjóða hon­um tveggja ára samn­ing, en Willi­an vildi semja til þriggja ára.

Hann skoraði 63 mörk í 339 leikj­um fyr­ir Chel­sea, varð enskur meistari tvisvar ásamt því að vinna enska bikarinn og Evrópudeildina á sjö árum.

mbl.is