Varnarmaður Liverpool ungi leikmaður ársins

Trent Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold AFP

Knattspyrnumaðurinn Trent Alexander-Arnold hefur verið útnefndur ungi leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni en hann gegndi lykilhlutverki í liði Liverpool sem varð Englandsmeistari í sumar.

Bakvörðurinn er 21 árs en hann lagði upp þrettán mörk fyrir samherja sína á leiktíðinni og varð ofar í valinu en þríeykið frá Manchester United; Marcus Rashford, Anthony Martial og Mason Greenwood. Tveir leikmenn frá Chelsea voru einnig tilnefndir, þeir Mason Mount og Christian Pulisic.

Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, kom sömuleiðis til greina eftir að hafa hjálpað nýliðunum að bjarga sæti sínu í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert