Skoruðu tvö mörk á fyrstu sex mínútunum

Raúl Jiménez og George Baldock eigast við í Sheffield í …
Raúl Jiménez og George Baldock eigast við í Sheffield í kvöld. AFP

Wolves fer vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið vann 2:0-útisigur gegn Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í dag.

Raúl Jiménez kom Wolves yfir strax á 3. mínútu og Romain Saiss bætti við öðru marki Wolves, þremur mínútum síðar, og þar við sat.

Wolves fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar í 3 stig en Sheffield United er án stiga.

Wolves mætir Manchester City á heimavelli í næstu umferð á meðan Sheffield United heimsækir Aston Villa.

mbl.is