Greenwood verður í hópnum

Mason Greenwood, Erik Hamrén og Kári Árnason eftir landsleik Íslands …
Mason Greenwood, Erik Hamrén og Kári Árnason eftir landsleik Íslands og Englands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mason Greenwood kemur til greina í lið Manchester United fyrir fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn Crystal Palace á morgun, þrátt fyrir að hann hafi verið einangraður frá liðsfélögum sínum eftir að hafa brotið sóttvarnareglurnar á Íslandi eins og frægt er orðið.

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri United sagði á fréttamannafundi fyrir stundu að hann væri í leikmannahópnum. „Já, hann er í hópnum. Hann fór í skimun og gekkst undir allar reglur varðandi kórónuveiruna, æfði einn og sér um tíma og nú verður hann eins fljótt og mögulegt er í þýðingarmiklu hlutverki í okkar hópi. Þetta er áskorun fyrir hann en það er fylgst afar vel með honum,“ sagði Solskjær.

mbl.is