Albert lagði upp í grátlegu jafntefli

Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar gerðu grátlegt 3:3-jafntefli gegn Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Albert var í byrjunarliði AZ og lagði upp jöfnunarmark liðsins á 23. mínútu eftir að heimamenn tóku forystuna snemma leiks. Gestirnir komust svo í 3:1 en Fortuna Sittard kreisti fram jafntefli, Zian Flemming skoraði á sjöttu mínútu uppbótartímans. Íslenski landsliðsmaðurinn var tekinn af velli á 68. mínútu.

mbl.is