Fyrsti sigurinn í höfn

Danny Ings fagnar marki sínu í kvöld.
Danny Ings fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Southampton vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld í þriðju tilraun er liðið lagði Burnley að velli, 1:0, á Turf Moor. Southampton var búið að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum og hefur Burnley nú tapað báðum sínum.

Sigurmarkið skoraði Danny Ings af stuttu færi eftir undirbúning frá Che Adams á fimmtu mínútu og urðu mörkin ekki fleiri þrátt fyrir ágætis rispur heimamanna. Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert