Gylfi: Yrðir tekinn af lífi í klefanum (myndskeið)

Tómas Þór Þórðarson fékk þá Gylfa Einarsson og Bjarna Þór Viðarsson í heimsókn til sín í Vellinum á Símanum sport. 

Ræddu þeir um Manchester United sem var stálheppið að ná í þrjú stig á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Skoraði United sigurmark á tíundu mínútu uppbótartímans eftir hádramatík, en Brighton jafnaði rétt á undan. 

United lék alls ekki vel í leiknum og félagarnir gagnrýndu lærisveina Ole Gunnars Solskjærs. 

Innlsagið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is