Frá Liverpool til Cardiff

Harry Wilson í leik með enska landsliðinu á dögunum.
Harry Wilson í leik með enska landsliðinu á dögunum. AFP

Velski knattspyrnumaðurinn Harry Wilson er að ganga til liðs við enska B-deildarfélagið Cardiff á láni en það er talkSport sem greinir frá þessu.

Wilson, sem er 23 ára gamall, hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool undanfarin ár en hann lék sem lánsmaður hjá Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Hann skoraði sjö mörk og lagði upp önnur tvö í 20 byrjunarliðsleikjum í ensku úrvalsdeldinni með Bournemouth á síðusu leiktíð.

Wilson er uppalinn hjá Liverpool en hefur hins vegar aldrei spilað fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni.

Þrátt fyrir það hefur hann verið fastamaður í landsliði Wales undanfarin ár og á að baki 19 landsleiki þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.

Cardiff hefur byrjað tímabilið illa í ensku B-deildinni en liðið er með fjögur stig efti fjóra leiki í sextánda sæti deildarinnar.

mbl.is