Jiménez hetjan gegn Leeds

Raúl Jiménez fagnar sigurmarki sínu gegn Leeds í kvöld.
Raúl Jiménez fagnar sigurmarki sínu gegn Leeds í kvöld. AFP

Raúl Jiménez reyndist hetja Wolves þegar liðið heimsótti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Elland Road í kvöld.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Wolves en Jiménez skoraði sigurmark leiksins á 70. mínútu þegar skot hans fór af Kalvin Phillips og í netið.

Þetta var þriðji sigur Wolves á tímabilinu en liðið er með 9 stig í sjötta sæti deildarinnar, jafn mörg stig og Arsenal og Leicester.

Nýliðar Leeds eru hins vegar í tíunda sætinu með 7 stig eftir fimm leiki.

mbl.is