Á förum frá Arsenal

Shkodran Mustafi í leik með Arsenal í sumar.
Shkodran Mustafi í leik með Arsenal í sumar. AFP

Þýski varnarmaðurinn Shkodran Mustafi mun yfirgefa enska knattspyrnufélagið Arsenal þegar samningur hans rennur út næsta sumar en það er Football London sem greinir frá þessu.

Miðvörðurinn hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal á þessari leiktíð en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við enska félagið.

Mustafi er orðinn 28 ára gamall en hann gekk til liðs við Arsenal frá Valencia árið 2016. Arsenal borgaði 35 milljónir punda fyrir miðvörðinn.

Hann á að baki 143 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 9 mörk og þá hefur hann einnig lagt upp fimm mörk fyrir liðsfélaga sína.

Þá á hann að baki 20 landsleiki fyrir Þýskaland þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert