Blanda sem virkar ekki hjá United

Bruno Fernandes og Paul Pogba hita upp í lok september.
Bruno Fernandes og Paul Pogba hita upp í lok september. AFP

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, starfar sem knattspyrnusérfræðingur hjá Sky Sports.

Carragher er einn af umsjónarmönnum Monday Night Football sem er á dagskrá Sky Sports og er umfjöllunarþáttur um enska boltann.

Í þættinum í gær ræddi Carragher þá Bruno Fernandes og Paul Pogba, miðjumenn Manchester United, en Pogba hefur byrjað á varamannabekk United í undanförnum leikjum.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá dáist ég að Ole Gunnar Solskjær að hafa bekkjað Pogba,“ sagði Carragher í þættinum í gær.

„Ég sagði það eftir fyrsta leik tímabilsins gegn Crystal Palace að Fernandes og Pogba væri blanda sem virkaði ekki. Fyrir mér munu þeir aldrei getað spilað saman á miðjunni.

Eins skil ég ekki af hverju United var að kaupa Donny van de Beek. Hvar á hann að passa inn í liðið og hvernig ætla þeir sér eiginlega að nota hann?

Hann er tía, alveg eins og Fernandes og Pogba í rauninni líka. Það er betra að hafa Fred og McTominay þarna á miðjunni með einhverjum þessara þriggja en því miður vinnur þú ekki úrvalsdeildina með Fred og McTominay,“ bætti Carragher við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert