West Ham án lykilmanns gegn Liverpool

West Ham verður án Michail Antonio í dag.
West Ham verður án Michail Antonio í dag. AFP

Michail Antonio, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, verður ekki með liðinu þegar það heimsækir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Antonio, sem er þrítugur að árum, er tognaður aftan í læri en hann hefur byrjað tímabilið virkilega vel og skorað 3 mörk í fyrstu 6 leikjum tímabilsins.

Óvíst er hversu lengi framherjinn verður frá en David Moyes, stjóri West Ham, staðfesti að hann gæti verið frá í að minnsta kosti fjórar vikur.

Framherjinn hefur leikið með West Ham frá árinu 2015 en hann gekk til liðs við úrvalsdeildarfélagið frá Nottingham Forest fyrir 7 milljónir punda.

West Ham hefur farið ágætlega af stað á tímabilinu en liðið er með 8 stig í tólfta sæti deildarinnar eftir fyrstu 6 umferðir tímabilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert