City í basli með sóknarleikinn (myndskeið)

Manchester City er í ákveðnu basli þó liðið hafi unnið 1:0-útisigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag en Kyle Walker skoraði sigurmarkið á 28. mínútu. 

Þrátt fyrir sigurinn voru þeir Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson, gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport, ekki hrifnir af sóknarleik Manchester-liðsins. 

City hefur aðeins skorað níu mörk í fyrstu sex umferðunum, mun minna en síðustu tímabil og þá er liðið í tíunda sæti með ellefu stig. 

Umræðuna um City má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert