Balotelli til Barnsley?

Mario Balotelli.
Mario Balotelli. AFP

Sky Sports greindi frá því í morgun að enska knattspyrnufélagið Barnsley hafi gert ítalska ólíkindatólinu Mario Balotelli tilboð en Ítalinn er samningslaus. 

Balotelli er einungis þrítugur en hefur unnið illa úr sínum spilum að undanförnu. Var hann látinn fara frá Brescia eftir að hafa skrópað á æfingum í júní og júlí. Æfir hann nú með d-deildarliði á Ítalíu til að halda sér við. 

Stjórnarmenn frá Barnsley hafa rætt við umboðsmann Balotelli um að fá leikmanninn til Barnsley sem leikur í b-deildinni. Ekki er vitað hvort Balotelli hafi áhuga á að fara aftur til Englands en hann lék með Manchester City og Liverpool á sínum tíma. 

mbl.is