Besti leikmaður Palace með veiruna

Wilfried Zaha er með kórónuveiruna.
Wilfried Zaha er með kórónuveiruna. AFP

Knattspyrnumaðurinn Wilfried Zaha einn besti leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace er ekki með liðinu gegn Burnley í kvöld þar sem hann er í einagngrun eftir að hann greindist með kórónuveiruna.

Roy Hodgson knattspyrnustjóri Crystal Palace staðfesti tíðindin í viðtali við Sky fyrir leikinn. „Hann greindist jákvæður og er því í einangrun. Við bíðum eftir úrslitum úr næsta prófi,“ sagði Hodgson. „Hann er ekki mikið veikur en því miður greindist hann jákvæður,“ bætti Hodgson við.

Zaha hefur verið lykilmaður hjá Palace síðustu ár og skorað fimm mörk í fyrstu átta deildarleikjum Palace á leiktíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert