Vandræði með sóknarmenn Everton

Dominic Calvert-Lewin er þriðji markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 11 mörk …
Dominic Calvert-Lewin er þriðji markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 11 mörk fyrir Everton. AFP

Everton er í vandræðum með sóknarmenn sína fyrir leikinn gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri staðfesti á fréttamannafundi í dag að aðalmarkaskorari liðsins, Dominic Calvert-Lewin, yrði ekki með vegna tognunar í læri og tvísýnt væri hvort Richarlison myndi spila.

Þeir misstu báðir af bikarleiknum gegn Rotherham á laugardaginn þar sem Everton knúði fram nauman sigur í framlengdum leik, 2:1. Cenk Tosun nýtti tækifærið vel í framlínunni, skoraði fyrra markið og gerði annað löglegt mark seint í leiknum sem VAR-dómari dæmdi af, einhverra hluta vegna.

mbl.is