Fernandes og Smith bestir í desember

Bruno Fernandes er leikmaður desembermánaðar.
Bruno Fernandes er leikmaður desembermánaðar. AFP

Bruno Fernandes var valinn leikmaður desembermánaðar og Dean Smith knattspyrnustjóri desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en deildin tilkynnti niðurstöðurnar núna í hádeginu.

Fernandes skoraði þrjú mörk fyrir Manchester United gegn Leeds og Leicester í desember og lagði upp fjögur mörk fyrir liðið, þar á meðal sigurmark Marcusar Rashford gegn Wolves í uppbótartíma.

Smith var með lið Aston Villa á mikilli siglingu í jólamánuðinum þar sem liðið var taplaust og fékk ellefu stig úr fimm leikjum. Liðið fékk aðeins einn mark á sig í þessum fimm leikjum og er nú í áttunda sæti, með tvo leiki til góða á flesta keppinautanna.

Dean Smith er með Aston Villa á góðum stað í …
Dean Smith er með Aston Villa á góðum stað í deildinni. AFP
mbl.is