Kominn til Tyrklands eftir erfitt ár

Mesut Özil virðist loks ætla byrja spila fótbolta á nýjan …
Mesut Özil virðist loks ætla byrja spila fótbolta á nýjan leik. AFP

Knatt­spyrnumaður­inn Mesut Özil er mættur til Tyrklands þar sem hann mun undirgangast læknisskoðun hjá Fenerbache áður en félagsskipti hans frá Arsenal verða staðfest.

Özil hefur verið úti í kuldanum hjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal, og ekki spilað fyrir Lundúnaliðið síðan í mars á síðasta ári þrátt fyrir að vera launahæsti leikmaður liðsins. Hann hefur komist að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum sem á annars að renna út næsta sumar og mun hann því ganga til liðs við tyrkneska liðið á frjálsri sölu.

Það er BBC sem segir frá því að Özil er kominn til Tyrklands og búist er við því að félagsskiptin verði formlega tilkynnt á næsta sólarhring. Hann spilaði 254 leiki fyr­ir Arsenal og skoraði í þeim 44 mörk en hann kom til fé­lags­ins frá Real Madríd árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert