Á leið til Arsenal frá Real Madrid?

Martin Ødegaard í leik með Real Madrid.
Martin Ødegaard í leik með Real Madrid. AFP

Arsenal freistar þess að fá norska knattspyrnumanninn Martin Ødegaard lánaðan frá spænska stórveldinu Real Madrid.

Sky Sports skýrir frá þessu og segir að Real Madrid hafi hafnað lánstilboði frá enska félaginu sem hafi í kjölfarið sent Spánverjunum betra tilboð sem nú sé til athugunar.

Ødegaard er 22 ára gamall miðjumaður og hefur verið í röðum Real Madrid í sex ár en verið í láni annars staðar mestallan tímann, hjá Heerenveen og Vitese í Hollandi og Real Sociedad á Spáni. Í  vetur hefur hann hins vegar verið í leikmannahópi Real Madrid og komið við sögu í sjö leikjum í spænsku 1. deildinni en áður hafði hann aðeins spilað einn leik, þá sextán ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert