Mörkin: Kane og Bale fóru á kostum

Harry Kane og Ga­reth Bale fóru á kost­um fyr­ir Totten­ham í 4:1-sigri á Crystal Palace á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Kane skoraði tvö mörk og lagði auk þess upp tvö til viðbótar á meðan Bale skoraði tvö. Tottenham hefur nú fjórum sinnum skorað fjögur mörk í síðustu sex leikjum í öllum keppnum. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is