Mörkin: Óvæntur markaskorari í grannaslagnum

Bakvörðurinn Luke Shaw gulltryggði 2:0-sigur Manchester United á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Markið er það fyrsta sem hann skorar frá árinu 2018 og annað deildarmarkið á ferlinum. 

Bruno Fernandes kom United yfir með marki úr víti í upphafi leiks og Shaw bætti við öðru markinu á 50. mínútu. City fékk nokkur fín færi í leiknum en tókst ekki að skora. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann sport. 

mbl.is