Mörkin: Sólaði einn og klobbaði markmanninn

Raphinha skoraði sigurmark Leeds þegar liðið heimsótti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Crave Cottage í kvöld.

Patrick Bamford kom Leeds yfir á 29. mínútu en Joachim Andersen jafnaði metin fyrir Fulham á 38. mínútu.

Raphinha tryggði Leeds svo sigur með marki á 58. mínútu eftir undirbúning Patrick Bamfords og lokatölur 2:1 í London.

Leikur Fulham og Leeds var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is