Mörkin: Greenwood skoraði sigurmarkið

Mason Greenwood var hetja Manchester United þegar liðið vann nauman sigur gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Brighton var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og leiddi verðskuldað, 0:1, í hálfleik.

Í síðari hálfleiknum sneru hins vegar Marcus Rashford og Greenwood taflinu við og tryggðu Man Utd öll stigin þrjú.

Öll mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is