Þú kaupir ekki drauma

Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United.
Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United. AFP

Bruno Fernandes, portúgalski miðjumaðurinn hjá Manchester United, er fyrsti leikmaðurinn úr einhverju liðanna tólf, sem hyggjast stofna evrópska „ofurdeild“ í fótbolta, sem lætur í ljós óánægju með fyrirætlanirnar.

„Þú kaupir ekki drauma,“ sagði Fernandes á Instagram í dag. 

Fjölmargir fyrrverandi leikmenn hafa tjáð skoðanir sínar. Mesut Özil, sem lék með Arsenal í átta ár en fór til Fenerbahce í ársbyrjun, sagði á Twitter: „Krakka dreymir um að vinna heimsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, ekki einhverja ofurdeild.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka