Fögnuðu með fána Palestínu

Wesley Fofana og Hamza Choudhury fagna bikarmeistaratitilinum á Wembley.
Wesley Fofana og Hamza Choudhury fagna bikarmeistaratitilinum á Wembley. Ljósmynd/@fc_palestina

Hamza Choudhury og Wesley Fofana, leikmenn Leicester, fögnuðu enska bikarmeistaratitlinum í knattspyrnu með fána Palestínu á Wembley í London á laugardaginn.

Leicester vann 1:0-sigur gegn Chelsea í úrslitaleik þar sem Youri Tielemans skoraði sigurmark leiksins um miðjan síðari hálfleikinn með frábæru skoti utan teigs.

Choudhury, sem er breskur, bar fána Palestínu á herðum sér þegar hann tók á móti gullverðlaunum verðlaunum sínum en atvikið hefur vakið talsverða athygli á Bretlandi.

Margir stuðningsmenn hafa lýst yfir stuðningi við Palestínu á samfélagsmiðlum undanfarna daga en þar geysar stríðsástand í dag vegna áralangrar deilu Ísraels og Palestínu.

mbl.is