Viðræðurnar sigldu í strand

Nuno Espirito Santo verður ekki næsti stjóri Crystal Palace.
Nuno Espirito Santo verður ekki næsti stjóri Crystal Palace. AFP

Portúgalinn Nuno Espirito Santo verður ekki næsti knattspyrnustjóri Crystal Palace eftir að viðræður félagsins og stjórans sigldu í strand.

Palace leitar að nýjum stjóra eftir að Roy Hodgson hætti með liðið eftir síðustu leiktíð á meðan Espirito Santo yfirgaf Wolves eftir leiktíðina.

Allt benti til þess að Portúgalinn yrði næsti stjóri Palace en Sky greinir frá því að launakröfur Espirito Santo hafi verið of háar að mati forráðamanna félagsins.

Frank Lampard, Patrick Vieira, Steve Cooper og Valerian Ismael hafa verið orðaðir við stöðuna hjá Palace.

mbl.is