Segir mikla pressu á Solskjær

Wayne Rooney og Ole Gunnar Solskjær voru liðsfélagar hjá Manchester …
Wayne Rooney og Ole Gunnar Solskjær voru liðsfélagar hjá Manchester United. Ljósmynd/Manchester United

Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnustjóri Derby, segir mikla pressu vera á Ole Gunnari Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, fyrir komandi tímabil.

Rooney stýrði Derby gegn United í undirbúningsleik fyrir komandi leiktíð í gær, en United fór með 2:1-sigur af hólmi.

„Það verður mikil pressa á Solskjær, eins og það á að vera hjá Manchester United. Sancho er að koma inn og fleiri leikmenn hafa verið orðaðir við félagið. Stuðningsmenn vilja velgengni og titla og það verður pressa á Solskjær að vinna eitthvað,“ sagði Rooney við Telegraph eftir leikinn.

mbl.is