Framlengdi við Tottenham til fjögurra ára

Heung-Min Son fagnar marki fyrir Tottenham.
Heung-Min Son fagnar marki fyrir Tottenham. AFP

Suðurkóreski knattspyrnumaðurinn Heung-Min Son hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham og er því samningsbundinn því til ársins 2025.

Tottenham skýrði frá tíðindunum rétt í þessu en Son hefur leikið með liðinu í sex ár. Í 280 mótsleikjum hefur hann skorað 107 mörk og átt 64 stoðsendingar en Lundúnafélagið keypti hann af Bayer Leverkusen í Þýskalandi í ágúst 2015.

Son, sem er 29 ára gamall, hefur leikið 93 landsleiki fyrir Suður-Kóreu og skorað 27 mörk og hefur sex sinnum verið kjörinn knattspyrnumaður ársins í Asíu.

Heung-Min Son í landsleik með Suður-Kóreu í sumar.
Heung-Min Son í landsleik með Suður-Kóreu í sumar. AFP
mbl.is