Chelsea bauð 100 milljónir evra í framherja

Romelu Lukaku er einn besti framherji heims.
Romelu Lukaku er einn besti framherji heims. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið Inter Mílanó hafnaði tilboði upp á 100 milljónir evra frá Chelsea í framherjann Romelu Lukaku. Chelsea bauð spænska varnarmanninn Marcos Alonso með í tilboðinu.

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur mikinn áhuga á að styrkja liðið fram á við. Lukaku er lykilmaður hjá Inter, en hann skoraði 24 mörk og gaf 11 stoðsendingar er liðið varð ítalskur meistari á síðustu leiktíð.

Guardian greinir frá því að Tammy Abraham sé til sölu hjá Chelsea, en félagið seldi Olivier Giroud til AC Milan á dögunum og þarf því að bæta við sig framherja. Chelsea hefur einnig verið orðað við Erling Braut Haaland, framherja Dortmund í Þýskalandi.

Lukaku var leikmaður Chelsea frá 2011 til 2014 en náði ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og lék aðeins tíu leiki í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert