Staðfestir að Ronaldo spili á morgun

Cristiano Ronaldo mun taka þátt í leik Manchester United á …
Cristiano Ronaldo mun taka þátt í leik Manchester United á Old Trafford á morgun. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti í dag að Cristiano Ronaldo muni taka þátt í leik liðsins gegn Newcastle United í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Ronaldo fékk að fara fyrr úr landsliðsverkefni Portúgals í vikunni og hefur því æft af fullum krafti með United síðan á þriðjudag.

Solskjær greindi ekki frá því hvort Ronaldo muni koma til með að byrja leikinn á morgun, sem hefst klukkan 14 og fer fram á Old Trafford, en tók þó af allan vafa um að portúgalska stórstjarnan væri klár í slaginn og myndi koma við sögu.

mbl.is