Táningur Liverpool borinn af velli

Ellott meiðist í dag.
Ellott meiðist í dag. AFP

Harvey Elliott, átján ára leikmaður Liverpool, var borinn af velli í 3:0-sigri liðsins á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Elliott meiddist eftir tæklingu frá Pascal Struijk á 60. mínútu leiksins og er óttast um að hann sé ökklabrotinn, en hann fékk aðhlynningu í nokkrar mínútur áður en hann var borinn af velli. Struijk fékk beint rautt spjald fyrir brotið.

Elliott hefur fengið tækifæri í byrjun tímabils eftir að hafa staðið sig vel að láni hjá Blackburn í B-deildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is