Eiður: Barátta og slagur (myndskeið)

Eiður Smári Guðjohnsen og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Þeir ræddu ótrúlegt 3:3-jafntefli Liverpool og nýliða Brentford í ensku úrvalsdeildinni sem var á laugardaginn var.

Eiður segir að barátta og slagur af gamla skólanum einkenni Brentford-liðið og að Liverpool hafi átt í erfiðleikum með að verjast því.

Umræðurnar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is