Fabinho og Alisson ekki með Liverpool

Alisson í leik gegn Kólumbíu á dögunum.
Alisson í leik gegn Kólumbíu á dögunum. AFP

Brasilíumennirnir Fabinho og Alisson verða ekki með Liverpool þegar liðið sækir Watford heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun. 

Þeir hafa að undanförnu tekið þátt í leikjum Brasilíu í undankeppni HM í knattspyrnu en Brasilía lék til að mynda í nótt. 

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði á blaðamannafundi í dag að leikmennirnir kæmu ekk til Englands í tæka tíð. Vegna ýmissa sóttvarnarreglna í tengslum við ferðalög á milli landa þá hafi verið sniðugra að senda þá til Madríd. Þar á Liverpool leik á móti spænsku meisturunum Atletico Madríd í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Segist Klopp vonast til þess að þeir geti tekið þátt í þeim leik. 

mbl.is