Leicester þar sem þeir eru vegna Vardy (myndskeið)

Paul Ince, fyrrverandi leikmaður Manchester United, Liverpool og Middlesbrough, segir hinn 34 ára gamla Jamie Vardy, sóknarmann Leicester City, vera í heimsklassa.

„Það er alltaf talað um að Cristiano Ronaldo, sem er 36 ára, hugsi vel um sig. Við getum sagt það sama um Jamie Vardy. Hann er heimsklassa framherji, hann fær ekki nógu mikið kredit. Það er alltaf talað um Shearer og Wright en Vardy er í þeirra hópi, það er alveg ljóst.

Leicester hefur komist á þann stall sem þeir eru á vegna Vardy, vegna marka hans. Ætli Leicester að halda áfram að bæta sig og reyna að komast í Meistaradeild Evrópu verður Vardy að halda áfram að skora mörk,“ segir Ince.

Sjá má Ince ræða um Vardy auk lykilmanna Manchester United í myndskeiðinu hér að ofan.

Liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14 á morgun og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu hér á mbl.is.

mbl.is