City ekki í vandræðum með Brighton

Leikmenn Manchester City fagna Riyad Mahrez eftir að hann skoraði …
Leikmenn Manchester City fagna Riyad Mahrez eftir að hann skoraði fjórða markið. AFP

Manchester City sigraði Brighton 4:1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Amex-vellinum í Brighton seinnipartinn í dag.

Ilkay Gündogan skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann kom gestunum yfir á 13. mínútu. Phil Foden bætti svo við tveimur mörkum áður en Kevin Friend flautaði til hálfleiks. 

Þegar að 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma felldi Ederson, markvörður Manchester City, Enock Mwepu inni í vítateig og vítaspyrna dæmd. Úr henni skoraði Alexis Mac Allister og minnkaði hann muninn í 3:1.

Það var svo Alsíringurinn Riyad Mahrez sem kláraði leikinn þegar hann setti fjórða mark gestanna á fimmtu mínútu uppbótartíma með frábærri afgreiðslu úr teignum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert