Liverpool og United berjast um leikmann Leeds

Kalvin Phillips er eftirsóttur af stærstu liðum Englands.
Kalvin Phillips er eftirsóttur af stærstu liðum Englands. AFP

Liverpool hefur blandað sér í baráttuna um Kalvin Phillips, miðjumann enska knattspyrnufélagsins Leeds og enska landsliðsins. Það er talkSport sem greinir frá þessu.

Phillips, sem er 25 ára gamall, er á óskalista Manchester United en Liverpool horfir nú til leikmannsins líka sem kostar í kringum 60 milljónir punda.

Georginio Wijnaldum gekk til liðs við París SG á frjálsri sölu frá Liverpool í sumar og þá verður James Milner samningslaus næsta sumar. Fyrirliðinn Jordan Henderson er orðinn 32 ára gamall og Alex Oxlade-Chamberlain hefur verið orðaður við brottför frá Liverpool.

Jürgen Klopp horfir því til Phillips sem hefur verið frábær með bæði Leeds og enska landsliðinu en hann býr yfir mikilli hlaupagetu sem hentar leikstíl Liverpool og Klopp fullkomlega.

Phillips er samningsbundinn Leeds til sumarsins 2024 en hann er sagður spenntur fyrir því að reyna fyrir sér hjá stærra félagi þar sem hann fær tækifæri til þess að spila í Meistaradeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert