Gerrard ráðinn stjóri Aston Villa

Steven Gerrard skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við …
Steven Gerrard skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Aston Villa. Ljósmynd/Aston Villa

Steven Gerrard hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í morgun.

Gerrard, sem er 41 árs gamall, tekur við liðinu af Dean Smith sem var rekinn um síðustu helgi eftir dapurt gengi í upphafi tímabils. Hann skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við Villa.

Gerrard stýrði Rangers í Skotlandi í þrjú ár og gerði liðið að Skotlandsmeisturum á síðustu leiktíð í fyrsta sinn í tíu ár.

Aston Villa þarf að greiða Rangers í kringum 3 milljónir punda fyrir Gerrard sem lék með Liverpool í sautján ár og var fyrirliði liðsins stærstan hluta ferilsins. Þá var hann um nokkurt skeið fyrirliði enska landsliðsins.

Aston Villa er með 10 stig í sextánda sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert