Leeds fjarlægist fallsætin

Raphinha var hetja Leeds í kvöld.
Raphinha var hetja Leeds í kvöld. AFP

Leeds lagaði verulega stöðu sína í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið knúði fram sigur gegn Crystal Palace, 1:0, með marki í uppbótartíma leiksins á Elland Road.

Allt stefndi í markalaust jafntefli þegar Leeds fékk vítaspyrnu á þriðju mínútu af fimm í uppbótartíma og úr henni skoraði Raphinha sigurmarkið.

Leeds fór þar með uppfyrir Southampton og Watford og er með 15 stig í fimmtánda sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsæti deildarinnar. Palace er í tólfta sæti með 16 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert