Newcastle enn án sigurs – rautt eftir 9 mínútur

Teemu Pukki skoraði fyrir Norwich og á hér í höggi …
Teemu Pukki skoraði fyrir Norwich og á hér í höggi við Federico Fernandez, miðvörð Newcastle. AFP

Newcastle er enn án sigurs á botni ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og náði ekki að leggja Norwich að velli í uppgjöri neðstu liðanna á St. James' Park í kvöld. 

Leikur liðanna endaði 1:1 eftir mikla baráttu en Newcastle missti miðvörðinn Ciaran Clark af velli með rautt spjald strax á 9. mínútu leiksins.

Þrátt fyrir það komst Newcastle yfir á 61. mínútu þegar Clive Wilson skoraði úr vítaspyrnu, 1:0. Norwich náði loks að nýta sér liðsmuninn á 79. mínútu þegar finnski framherjinn Teemu Pukki jafnaði með glæsilegu skoti, 1:1.

Norwich komst þar með uppfyrir Burnley og í átjánda sæti deildarinnar með 10 stig. Burnley er með 9 stig og Newcastle situr á botninum með 7 stig.

mbl.is