Benítez við Tómas: Gerðum slæm mistök

Tómas Þór Þórðarson ritstjóri Enska boltans á Símanum Sport var á Goodison Park í kvöld og ræddi við Rafael Benítez knattspyrnustjóra Everton eftir 1:4 ósigurinn gegn Liverpool.

Benítez sagði meðal annars að sínir menn hefðu gert afdrifarík mistök á erfiðum augnablikum í leiknum og þyrftu að læra af þeim. „Við skoruðum mark, komum ákveðnir inn í seinni hálfleikinn með stuðningsmennina á bak við okkur, en  gerðum slæm mistök sem ekki má gera gegn svona sterku liði," sagði Benítez en lið hans hefur nú leikið átta leiki í röð án þess að vinna.

Viðtalið í heild er í myndskeiðinu.

mbl.is