Fær United þessa fjóra leikmenn?

Erling Braut Haaland er enn á ný orðaður við Manchester …
Erling Braut Haaland er enn á ný orðaður við Manchester United. AFP

Þó Þjóðverjinn Ralf Rangnick sé ekki formlega tekinn við sem knattspyrnustjóri Manchester United eru þegar farnar að birtast fréttir um hvaða leikmenn hann ætli að fá til félagsins.

Þýska blaðið Bild segir í dag að Rangnick sé með þrjá leikmenn í sigtinu. Norðmanninn Erling Haaland hjá Dortmund en Rangnick er sagður þekkja vel föður hans, Alf Inge Haaland, þýska framherjann Timo Werner hjá Chelsea og franska framherjann Christopher Nkunku hjá RB Leipzig en sá síðastnefndi hefur skorað 13 mörk í 19 leikjum á tímabilinu og gerði þrennu gegn Manchester City í Meistaradeildinni.

Þá nefnir The Times fjórða leikmanninn til sögunnar en það er Amadou Haidara, 23 ára miðjumaður frá Malí, sem hefur gert það gott með liði RB Leipzig undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert