Mörkin: Bowen sá um botnliðið

Jarrow Bowen reyndist hetja West Ham þegar liðið vann öruggan 2:0-heimasigur á botnliði Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Bowen skoraði bæði mörk liðsins í sitt hvorum hálfleiknum, en hann hefur verið sjóðandi heitur síðustu vikur og mánuði og komið að sex mörkum í síðustu fimm leikjum.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is