Tólfti Portúgalinn til Úlfanna

Chiquinho í leik með Estoril gegn Porto um þarsíðustu helgi.
Chiquinho í leik með Estoril gegn Porto um þarsíðustu helgi. AFP

Enska knattspynufélagið Wolverhampton Wanderers er að festa kaup á portúgalska vængmanninum Chiquinho. Gengst hann undir læknisskoðun hjá félaginu í dag og skrifar svo undir langtímasamning.

Chiquinho, sem er 21 árs, hefur staðið sig vel með spútnikliði Estoril á tímabilinu. Þrátt fyrir að vera nýliðar er Estoril er í sjötta sæti portúgölsku 1. deildarinnar sem stendur.

Hann verður þar með tólfti Portúgalinn á mála hjá Úlfunum. Tíu þeirra eru hluti af aðalliðinu og einn, Rúben Vinagre, er á láni hjá Portúgalsmeisturum Sporting frá Lissabon.

Vera kann að Chiquinho verði strax lánaður til annars félags frá Úlfunum en það er talið háð því hvort spænski vængmaðurinn Adama Traoré verði seldur í janúarglugganum eður ei.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert