Lætur Wijnaldum æskudrauminn rætast?

Georginio Wijnaldum í leik með París SG.
Georginio Wijnaldum í leik með París SG. AFP

Hollenski knattspyrnumaðurinn Georginio Wijnaldum hefur áhuga á að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina aðeins hálfu ári eftir að hann yfirgaf Liverpool og gekk til liðs við París SG.

Hann hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu hjá franska félaginu, aðeins byrjað inn á í 11 af 22 leikjum liðsins í frönsku 1. deildinni, og Sky Sports segir að hann sé spenntur fyrir því að snúa aftur til Englands. Ekki þó til Liverpool heldur til síns uppáhaldsfélags úr barnæsku, Arsenal.

Þá er hann einnig orðaður við erkifjendur þeirra í Norður-London, Tottenham, í öðrum enskum fjölmiðlum.

mbl.is