City endurheimtir lykilmenn fyrir lokaumferðina

Kyle Walker hefur hafið æfingar að nýju.
Kyle Walker hefur hafið æfingar að nýju. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Varnarmennirnir Kyle Walker og John Stones æfðu báðir með Manchester City og gætu því tekið þátt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á sunnudaginn.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City, hafði greint frá því í upphafi mánaðarins að báðir myndu þeir vera frá vegna meiðsla það sem eftir er af tímabilinu.

Sky Sports birti hins vegar myndband af æfingu liðsins í dag þar sem bæði Walker og Stones tóku þátt.

Ríkjandi Englandsmeistarar Man. City geta með sigri á Aston Villa í lokaumferðinni varið titil sinn, en fyrir hana er liðið einu stigi á undan Liverpool.

mbl.is