Skemmtileg tölfræði fyrir lokaumferðina í enska

Nágrannarnir bestir að koma til baka.
Nágrannarnir bestir að koma til baka. AFP/Paul Ellis

Yfirstandandi tímabil er fyrsta tímabilið síðan keppnin hófst þar sem að það er stærðfræðilegur mögleiki á að hver einasta staða í deildinni geti breyst. Ekkert lið í deildinni er með endanlegt sæti.

Þrettán þrennur hafa verið skoraðar á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar, Harry Kane skoraði þá síðustu árið 2017. 

Kevin De Bruyne er eini leikmaðurinn sem hefur átt yfir þrjú skot og skapað yfir þrjú færi að meðaltali í leik. Hann var einnig sá eini til að gera það tímabilið 2020-21 og tímabilið 2019-20, Belginn algerlega frábær. 

Everton hefur nælt sér í 15 stig úr tapstöðu í deildinni í ár, aðeins nágrannar þeirra í Liverpool hafa náð í fleiri eða 17. Af stigum Everton hafa 38% þeirra komið eftir að liðið lendir undir í deildinni. 

 Frá þessu og fleiru greinir Twitter-síðan OptaJoe.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert