Bandarískur miðjumaður í Leeds

Brenden Aaronson er á leiðinni til Leeds.
Brenden Aaronson er á leiðinni til Leeds. AFP

Enska knattspyrnufélagið Leeds United er að ganga frá kaupum á bandaríska miðjumanninum Brenden Aaronson. Hann kemur til félagsins frá Salzburg í Austurríki.

Aaronson, sem er 21 árs, hefur skorað 13 mörk og lagt upp 16 til viðbótar í 66 leikjum með Salzburg. Þá er hann orðinn fastamaður í bandaríska landsliðinu.

Jesse March, knattspyrnustjóri Leeds, er landi og aðdáandi Aaronsons. Leeds bjargaði sér frá falli niður í B-deild með 2:1-sigri á útivelli gegn Brentford í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert