Ronaldo orðaður við Chelsea

Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United.
Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United. AFP/Lindsey Parnaby

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo gæti gengið í raðir Chelsea frá Manchester United. Hann ku vera óánægður með gang mála hjá Manchester-félaginu.

David Ornstein, blaðamaður á Athletic, segir Jorge Mendes umboðsmann Ronaldo hafa fundað með forráðamönnum Chelsea. Þá hefur Bayern München einnig verið nefnt sem hugsanlegur næsti áfangastaður Portúgalans.

Ornstein greinir frá að Ronaldo hafi litla trú á að United sé að fara að berjast um titla á næstu leiktíð eins og staðan er núna og því hugsi hann sér hreyfings.

Ronaldo kom til United í byrjun síðustu leiktíðar eftir sigursæl ár hjá Juventus. 

mbl.is