Tottenham staðfestir kaup á Richarlison

Brasilíski landsliðsframherjinn Richarlison er kominn til Everton frá Tottenham fyrir …
Brasilíski landsliðsframherjinn Richarlison er kominn til Everton frá Tottenham fyrir 60 milljónir punda. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnufélagið Tottenham hefur staðfest kaup sín á brasilíska landsliðsmanninum Richarlison frá Everton. Verðmiðinn er 60 milljónir punda. 

Richarlison skrifar undir fimm ára samning hjá félaginu.

Richarlison verður fjórði leikmaður­inn sem Totten­ham sæk­ir í sum­ar. Hinir eru þeir Fraser Foster, Ivan Per­išić og Yves Bis­souma. Fé­lagið ætl­ar al­deil­is að styrkja sig fyr­ir kom­andi átök í Meist­ara­deild­inni.

Brassinn hefur leikið 173 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Watford og Everton og skorað 48 mörk.

Richarlison var hrikalega mikilvægur fyrir Everton á síðasta tímabil. Hér fyrir neðan má sjá tölfræði hans hjá félaginu. 

Tölfræði Richarlison fyrir Everton.
Tölfræði Richarlison fyrir Everton. Ljósmynd/Opta
mbl.is