Forest sækir bakvörð

Giulian Biancone í leik með Mónakó.
Giulian Biancone í leik með Mónakó. Ljósmynd/Monaco

Nottingham Forest hefur gengið frá kaupum á franska knattspyrnumanninum Giulian Biancone frá Troyes í Frakklandi. Hann gengst undir læknisskoðun í dag og verður fljótlega kynntur eftir hana.

Biancone er 22 ára hægri bakvörður sem getur leyst allar stöðurnar í vörninni. Hann spilaði 33 leiki fyrir Troyes á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Hann hefur einnig spilað fyrir Club Brugge og Mónakó 

Biancone kemur inn í staðinn fyrir Djed Spence sem var á láni hjá félaginu á nýliðinni leiktíð. 

mbl.is